Andlátsfregn

Facebook
Twitter

Alois Jóhann Raschhofer andaðist í morgun á Hrafnistu, 77 ára að aldri.  Alois stundaði keilu frá upphafi keilunnar á Íslandi og var margfaldur Íslandsmeistari einstaklinga og para. Honum var veitt Afreksmerki KLÍ árið 2002.  Hann lék lengstum með KFR – Þröstum.  Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Alois innilegar samúðarkveðjur.

Nýjustu fréttirnar