Dagskráin fyrir tímabilið 2020 til 2021 er tilbúin á vefnum. Einnig er búið að tengja dagskrána saman fyrir hvert lið sem má sjá hér.
Vakin er athygli á að í dagskrá er merkt Íslandsmót einstaklinga 2020 en það á eftir að taka ákvörðum um hvort og þá hvenær það mót fer fram en ljóst er þó að búið er að aflýsa ECC 2020 sem fara átti fram síðar á árinu. Er því aflýst vegna þessa Covid mála.
Einnig er vakin athygli á Sóttvarnarreglum KLÍ. Þær sem birtar voru á vefnum fyrir nokkru eru framlegndar til og með 10. september 2020 – Áhorfendabann er enn í gildi á öllum viðburðum.
Stjórn KLÍ mun taka afstöðu til þess hvernig við getum hugsanlega tæklað mál sem koma upp varðandi frestanabeiðnir vegna Covid. Verða þær ákvarðanir kynntar sérstaklega þegar þær liggja fyrir.
Munum að besta sóttvörnin erum við sjálf. Nálgumst þetta af ábyrgð, pössum okkur hvað við snertum, hvar við erum og hversu nálægt óskildum aðilum við ætlum að vera. Allur búnaður verður til staðar á keppnisstöðum og þetta er í okkar valdi að gæta að heilsu okkar allra. Njótum þess að geta spilað keilu áfram en sýnum fyllstu varkárni.