Í dag hefst keppni að nýju á Íslandsmóti liða eftir 2 vikna hlé vegna annarra móta. Í dag laugardaginn 15. febrúar mætast Þór og ÍR-KLS í Keilunni á Akureyri kl. 15:00 í síðasta leiknum í 11. umferð 1. deildar karla og á morgun sunnudaginn 16. febrúar fara þrír leikir fram á Skaganum. ÍA-B tekur á móti ÍR-Fagmönnum í fyrsta leiknum í 14. umferð 2. deildar karla kl. 10:00. Skagakonur í ÍA taka á móti ÍR-KK í fyrsta leik 15. umferðar 1. deildar kvenna kl. 13:00 og ÍA-W tekur á móti ÍR-PLS í fyrsta leiknum í 12. umferð 1. deildar karla kl. 16:00.
Á mánudag 17. febrúar mætast KFR-Lærlingar og KFR-Stormsveitin í Egilshöllinni í 1. deild karla og sex leikir fara fram í Öskjuhlíðinni í 2. og 3. deild karla. Þriðjudaginn 18. febrúar fara síðan fram aðrir leikir í 1. deild karla og kvenna. Sjá nánar í dagskrá