Keppni í 4. umferð Deildarbikars liða fór fram þriðjudaginn 4. febrúar. Liðin í A riðli kepptu í Öskjuhlíðinni, en liðin í B og C riðli kepptu í Egilshöll. Staðan að lokinni 4. umferð er þannig að ÍR-PLS hefur aukið forystu sína í efsta sæti A-riðils með 40 stig, 6 stigum meira en ÍR-TT sem er í 2. sæti með 34 stig, einu stigi meira en KR-A sem kemur í 3. sæti með 33 stig, en ÍR-L er í 4. sæti með 29 stig. Í B-riðli eru KFR-Afturgöngurnar í efsta sæti með 30 stig og ÍR-Buff er komið í 2. sætið með 26 stig, einu stigi meira en KR-B sem kemur í 3. sæti með 25 stig, en ÍA er í 4. sæti með 20 stig. Í C riðli er ÍR-KLS í efsta sæti með 30 stig fjórum stigum meira en ÍA-W sem er í 2. sæti með 26 stig. Í 3. sæti er KR-C með 22 stig, en ÍR-Broskarlar eru komnir í 4. sæti með 16 stig. Sjá stöðuna í mótinu
Alls keppa 19 lið í Deildarbikar á þessu keppnistímabili og skiptast þau í þrjá riðla, 7 lið í A riðli og 6 lið í B og C riðlum. Sjá nánar upplýsingar um leikdaga, riðlaskiptingu og leiki í hverri umferð.
Olíuburður í Deildarbikar liða er Middle Road 39 fet