Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2014

Facebook
Twitter

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf verður haldið í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Keiluhöllinni Egilshöll dagana 8. – 11. mars n.k.

Sjá auglýsingu eða fara beint á skráningarsíðu.

 Forkeppnin fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilaðir eru 8 leikir í forkeppninni, 4 leikir í hvoru húsi.

Keppni í milliriðili fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 10. mars og hefst kl. 19:00.
Keppni í undanúrslitum fer fram í í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 11. mars og hefst kl. 19:00 og keppni í úrslitum fer fram strax að loknum undanúrslitunum.
Olíuburður í mótinu er  WTBA Athens (40′)_12.
Skráning er á netinu og lýkur fimmtudaginn 6. mars kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu
Konurnar byrja í Egilshöllinni laugardaginn 8. mars og spila síðan í Öskjuhlíðinni sunnudaginn 9. mars. Karlarnir spila í Öskjuhlíðinni laugardaginn 8. mars og í Egilshöllinni sunnudaginn 9. mars. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00. Við útreikning á forgjöf verður miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2014.
 
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Kristófer John Unnsteinsson ÍR voru Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2013

Nýjustu fréttirnar