Ástrós Pétursdóttir ÍR og Magnús Magnússon ÍR eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2014. Í öðru sæti urðu Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR og í þriðja sæti urðu Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Arnar Davíð Jónsson KFR.
Þetta er í sjötta sinn sem Magnús hampar titlinum frá árinu 2001, en í fyrsta skipti hjá Ástrósu og fer því nýtt nafn á bikarinn í þetta sinn