Nú er lokið keppni í milliriðli Íslandsmóts einstaklinga. Í kvennariðlinum er Dagný Edda Þórisdóttir KFR efst með 3356 eftir 18 leiki, Ástrós Pétursdóttir ÍR er í 2. sæti með 3346 og Ragnheiður Þorgilsdóttir ÍFH er í 3. sæti með 3268, sjá leikina í kvennaflokki.
Í karlariðlinum er Magnús Magnússon ÍR efstur með 3939, Hafþór Harðarson ÍR er í 2. sæti með 3784 og Arnar Davíð Jónsson KFR er í 3. sæti með 3709. sjá leikina í karlaflokki, og heildarstöðu karla og kvenna hér.