Það eru Lisa John, Magnús Magnússon ÍR, Hafþór Harðarson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA sem keppa til úrslita í RIG 2014. Hafþór og Skúli Freyr spila fyrsta leikinn og sigurvegarinn í þeirri viðureign keppir á móti Magnúsi. Sigurvegarinn í þeirri viðureign keppir síðan til úrslita á móti Lisa John. Sem keppanda í efsta sæti nægir henni að vinna einn leik, en mótherjinn þarf að vinna tvo leiki til að tryggja sér titilinn RIG meistari 2014.
Lisa John vann Magnús í lokaviðureigninni með frábærri spilamennsku 253 á móti 189 hjá Magnúsi og er því RIG meistari ársins 2014.
Magnús Magnússon vann Hafþór Harðarson í annarri viðureign með 206 á móti 176 og keppir því til úrslita á móti Lisa John.
Hafþór Harðarson vann Skúla Frey Sigurðsson með 249 á móti 224 í fyrsta leik og keppir því á móti Magnúsi Magnússyni i næstu viðureign.
Bein útsending frá úrslitunum er á SportTV.