10. umferð 1. deildar karla

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi þriðjudaginn 14. janúar hófst 10. umferð 1. deildar karla. Einum leik er ólokið en það er leikur ÍA W og Þórs en hann verður leikinn 1. febrúar. Sjá stöðuna eftir 10. umferð.

 

 

 

 

 

 

 
 Freyr Braga er mættur aftur

Í Öskjuhlíð mættust KR B og ÍA.  Fyrir leikinn var ÍA í neðsta sæti deildarinnar en KB B í því sjöunda.  Úr varð nokkuð jafn leikur þar sem ÍA landaði sigri á lokametrunum, 8,5 – 11,5. KR B spilaði 2.125 á mót 2.143 hjá ÍA.  Þess má geta að það voru Arnar Ólafsson og Magnús Reynisson sem gerðu jafntefli í 2. leik, spiluðu 182 hvor. Hæstu seríu hjá KR B átti Matthías með 561 en hjá ÍA var Guðmundur hæstur með 557.

KR A mætti ÍR KLS einnig í Öskjuhlíðinni og úr varð frekar ójöfn viðureign með smá spennu ívafi þó.  KLS vann 17 – 3 en tvö þessara stiga komu í leikjum sem unnust á einum pinna. KR A spilaði 2.090 á móti 2.454 stigum frá KLS. Hjá KR A var Davíð Löve efstur með 565 en hjá KLS Arnar Sæbergs með 651.

Í Grafarvoginum mættust KFR-Lærlingar og KR-C. Þessi viðureign varð hörkuspennandi og oft mátti heyra saumnál detta á milli þess sem Tjúlli lét í sér heyra. Lærlingar höfðu sigur eftir að KR C hafði byrjað betur, lokastaðan varð 12 – 8.  Lærlingar spiluðu 2.212 og KR C 2.159. Hjá Lærlingum var Freyr Braga efstur með 580 en hjá KR C var það Kristján Þórðar með 572.

Efsta liðið ÍR-PLS mætti liðinu í sjötta sæti, KFR-Stormsveitinni. Um mjög kaflaskipta viðureign var að ræða þar sem PLS vann fyrsta leik 6 – 0, Stormsveitin vann annan leik 1 – 5 og PLS vann svo þriðja leikinn 5 – 1 og einnig heildina. Leikurinn endaði því 14 – 6 fyrir PLS. Efstur hjá PLS var Bjarni með 681 en hjá Stormsveitinni var Ásgrímur með 560. Leikurinn var í beinni útsendingu á netinu og upptöku af honum má sjá hér .www.ustream.tv/recorded/42726614

Stöðuna eftir 10. umferð er hægt að sjá hér.

Ekki var búið að birta úrslit hér úr 9. umferð en hana má sjá hér.

Í 11. umferð mætast:

Egilshöll 28. janúar kl. 19:00
1 – 2 KFR Stormsveitin – KR B
3 – 4 KR C – ÍR KLS

Akranes 2. febrúar kl. 13:00
2 – 3 ÍA – KFR Lærlingar

Akranes 2. febrúar kl. 16:00
2 – 3 ÍA W – KR A

Akureyri 15. febrúar kl. 15:00
1 – 2 Þór – ÍR PLS

Nýjustu fréttirnar