Á morgun sunnudaginn 5. janúar hefst keppni að nýju í deildum á Íslandsmóti liða með fyrstu leikjum ársins í 10. umferð 3. deildar karla og 11. umferðar 1. deildar kvenna uppi á Skaga. Þar tekur ÍA á móti ÍR-SK í kvennadeildinni og ÍA-B á móti ÍR-Gaurum í 3. deild karla. Sjá nánar í dagskrá. Eftir þessa umferð verður breytt um olíuburð í deildinni og seinni hluti keppnistímabilsins verður spilað í 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.
Í 11. umferð 1. deildar kvenna tekur ÍA á móti ÍR-SK á Skaganum sunnudaginn 5. janúar. Þriðjudaginn 7. janúar tekur tekur ÍR-N á móti ÍR-TT í Öskjuhlíðinni og ÍR-KK og KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-Elding og KFR-Skutlurnar eigast þar við. Í Egilshöllinni er hins vegar toppleikur umferðarinnar þar sem ÍR-Buff og KFR-Valkyrjur mætast. ÍR-BK situr hjá í 11. umferð og þar með lýkur fyrri helmingi keppnistímabilsins í 1. deild kvenna. Sjá stöðuna í 1. deild kvenna eftir 10. umferð
Í 10. umferð 3. deildar karla tekur ÍA-B á móti ÍR-Gaurum á Skaganum sunnudaginn 5. janúar. Mánudaginn 6. janúar mætast KR-D og ÍFH-Múrbrjótur, ÍFH-Stuðboltar og ÍR-Fagmenn í Öskjuhlíð Sjá stöðuna í 3. deild karla eftir 9. umferð.
Í 9. umferð 2. deildar karla fer fram mánudaginn 6. janúar. Í Öskjuhlíðinni mætast ÍR-L og KFR-Þröstur, KFR-JP-kast og ÍR-T, ÍR-Broskarlar og ÍR-Keila.is, ÍR-NAS og ÍR-Blikk. Og í Egilshöllinni fer fram leikur ÍR-A og ÍR-Naddóðs. Sjá stöðuna í 2. deild karla eftir 8. umferð
Í. 9. umferðar 1. deildar karla fara fram eftirtaldir leikir:
KR B – KR C Öskjuhlið 7. janúar
KFR Lærlingar – ÍR KLS Egilshöll 7. janúar
ÍR PLS – ÍA Egilshöll 7. janúar
ÍA W – KFR Stormsveitin 8. janúar
Þór – KR A Akureyri 11. janúar
Stöðu og nánari upplýsingar um deildina má sjá hér.