Breyting á Íslandsmóti öldunga (50+)

Facebook
Twitter

Stjórn KLÍ samþykkti á síðasta fundi sínum breytingu á reglugerð um Íslandsmót öldunga (50+). Breytingin tekur strax gildi. 

Breytingin felur í sér að farið er í það form að forkeppnin samanstendur af tveim 6 leikja blokkum í forkeppni. Það fyrirkomulag er á í nánast öllum mótum m.a. Evrópumóti öldunga og er okkur keilurum vel kunnugt.

Auk þess er úrslitum breytt og eru nú eins og á Íslandsmóti einstaklinga þ.e. 3 efstu úr hvorum flokki eftir forkeppni og milliriðil leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá má reglugerðina hér.

Stjórn KLÍ hefur einsett sér að yfirfara allar reglugerðir sambandsins og verður sú vinna í gangi næstu mánuðina og verða allar breytingar tilkynntar á vef sambandsins sem og á samfélagsmiðlum.

Nýjustu fréttirnar