Frábær árangur hjá Arnari Davíð í Brunswick Ballmaster!

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson (Höganäs/KFR) endaði í 7-8. sæti í Brunswick Ballmaster Open. Mótið var haldið í 50. skipti og hefur það aldrei verið jafnstórt og í ár. Tæplega 700 keilarar tóku þátt í mótinu og mættu margir af bestu spilurum í heiminum í dag. 

Arnar Davíð skilaði frábæru skori í undankeppninni sem skilaði honum í úrslitaskref 2 þar sem hann spilaði sig áfram í skref 3 þar sem hann var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Arnar endaði í 7.-8. sæti í mótinu sem er frábær árangur í þessa gríðarlega sterka móti. Arnar fór ekki tómhentur heim því árangur hans skilaði honum ¢3.000 evrum í verðlaunafé. Þetta er góð byrjun á 2020 hjá okkar manni sem stefnir á að toppa metárið 2019. 

Fleiri Íslendingar tóku þátt í mótinu. Andrés Páll Júlísson, Einar Már Björnsson, Guðjón Júlíusson, Gunnar Þór Ásgeirsson, Gústaf Smári Björnsson og Marika Lönnroth (búsett á Íslandi). Engin þeirra fór áfram úr undankeppni mótsins.

Nýjustu fréttirnar