ÍR-L hefur nú náð efsta sætinu í 2. deild karla með 100 stig, þremur stigum meira en ÍR-Broskarlar sem eru í 2. sætinu með 97 stig. KFR-JP-kast er í 3. sæti með 95,5 stig, en ÍR-A er fallið niður í 4. sætið með 86,5 stig. Sjá nánar stöðuna í deildinni
Eftirfarandi umfjöllun er frá Hannesi Jóni Hannessyni frá 2. desember.
7.umferð í 2.deild var spiluð í kvöld
Í Egilshöll tók ÍR T á móti ÍR Blikk og endaði sá leikur 8,5 gegn 11,5. ÍR A tók á móti JP Kast með 3 spilara og höfðu 5 stig gegn 15
Í Öskjuhlíð áttust við Þrestir og Naddóður Þrestir með 3 spilara höfðu 15-5 sigur 1810-1666 þar var reyndar mjótt á munum í öðrum (28 pinnar)og þriðja leik einnig 28 pinnar. ÍR Broskarlar ætluðu sér ekkert annað en að halda toppsætinu og eftir 2 leiki voru þeir 11-1 yfir en ÍR Nas kom sá og sigraði í síðasta leik 12-8 lokatölur fyrir broskarla sem í heild voru með 2044 gegn 2053 Nas. ÍR L spilaði besta leik sinn og 2.deildar á þessu tímabili 2264 gegn 1928 Keilu.is 18-2 Lokatölur vel gert og hirtu 1.sætið af Brosköllum.
Deildin lítur þá þannig út ÍR A heltist örlítið úr lestinni á toppnum en nóg er eftir.
ÍR L 100
ÍR Bros 97
JP Kast 95,5
ÍR A 86,5
ÍR Blikk 70,5
Þröstur 68,5
ÍR T 55,5
Keila.is 53
ÍR Nas 38
ÍR Naddóður 35,5