Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Facebook
Twitter

Í tilefni af Alþjóðadegi sjálfboðaliðans í dag, 5. desember 2013, vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðum innan hreyfingarinnar fyrir sitt framlag í þágu íþrótta.  Starfsemi íþróttahreyfingarinnar byggist á stórum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks hefur lagt íþróttahreyfingunni lið með því að sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, tekið þátt í foreldrastarfi eða aðstoðað við framkvæmd móta eða kappleikja.

Nýverið var tekinn í notkun sjálfboðaliðavefurinn „Allir sem einn“. Megin markmiðið með vefnum er að skapa vettvang fyrir sjálfboðaliða til þess að halda utan um sitt framlag hvort sem það er unnið í þágu íþróttahéraða, sérsambanda, félagsliða eða ÍSÍ. Einnig er markmiðið að fá yfirsýn yfir það fjölbreytta starf sem sjálfboðaliðar vinna innan íþróttahreyfingarinnar. Sjá kynningu á vefnum og fréttatilkynningu frá ÍSÍ

Við hvetjum alla til þess að fara inn á  „Allir sem einn“ og skrá inn sitt vinnuframlag. Með því móti náum við að gera störf sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar sýnilegri.

Nýjustu fréttirnar