Norðurlandamót ungmenna 2019 hafið í Egilshöll

Facebook
Twitter

Í kvöld hófst Norðurlandamót ungmenna (U23) í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið, sem er haldið annað hvert ár, er samstarfsverkefni Íslands, Finnland, Noregs og Svíþjóðar og skiptast löndin á að halda keppnina. Mótið stendur fram á laugardag og er keppt í ýmsum flokkum bæði pilta og stúlkna. Í fyrramálið hefst einstaklingskeppnin en þátttakendur leika 6 leikja seríu, ekki er um sérstök úrslitakeppni að ræða fyrr en á laugardag en þá er keppni í masters flokki en þar keppa 8 efstu stúlkurnar og 8 efstu piltarnir sigurvegara mótsins. Síðan verður keppt í liðakeppni en alls senda liðin almennt 4 pilta og 4 stúlkur til leiks.

Hægt er að sjá dagskrá mótsins á vef þess www.nyc2019.is – Stefnt er að því að streyma frá mótinu á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.

Meðfylgjandi myndir eru frá setningarathöfn í kvöld. Þar bauð Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambandsins þátttakendur velkomna. Umrædd lönd eru sammála um að þessi viðburður sé einn sá mikilvægasti í starfsemi landanna því hann eflir tengsl þjóðanna og þarna fá ungmennin kjörið tækifæri til að kynnast öðrum keilurum frá nágrannalöndum og byggja upp vinatengsl sem hæglega geta varið í áratugi.

Lið Íslands skipa þau:

  • Alexander Halldórsson KFR
  • Aron Fannar Benteinsson KFR
  • Hlynur Örn Ómarsson ÍR
  • Jóhann Ársæll Atlason ÍA
  • Eyrún Ingadóttir KFR
  • Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
  • Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
  • Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍR

Þjálfari er Guðmundur Sigurðsson ÍA og honum til aðstoðar eru Jónína Magnúsdóttir ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson KFR

Mótið hér á landi nýtur góðs stuðnings ÍTR og Keiluhallarinnar. Þakkar Keilusambandið þeim af heilum hug fyrir.

Nýjustu fréttirnar