Það eru miklar breytingar á toppnum í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða. Að 8. umferðum loknum hafa KFR-Valkyrjur endurheimt efsta sætið með 108 stig, hálfu stigi meira en ÍR-TT sem eru komnar í 2. sæti með 107,5. KFR-Afturgöngurnar eru komnar í 3. sæti á nýjan leik 97,5 stig og ÍR-Buff er nú í 4. sæti með 93 stig. Sjá stöðuna eftir 8. umferð
Í 8. umferð fóru þrír leikir fram í Öskjuhlíð. ÍFH-Elding vann ÍR-KK með 12,5 stigum gegn 7,5, KFR-Skutlurnar máttu sætta sig við 4,5 stig á móti 15,5 gegn ÍR-N og KFR-Afturgöngurnar tóku 17 stig á móti 3 hjá ÍR-BK. Í Egilshöllinni tóku KFR-Valkyrjur á móti ÍA og tóku 16,5 stig á móti 3,5 og ÍR-TT tók á móti ÍR-SK og tapaði einu stigi 19 – 1. ÍR-Buff sat hjá í þessari umferð.
Úrslit leikja í 8. umferð voru eftirfarandi:
KFR-Skutlurnar – ÍR N 4,5 – 15,5
KFR-Afturgöngurnar – ÍR-BK 17 – 3
KFR-Valkyrjur – ÍA 16,5 – 3,5
ÍR-TT – ÍR-SK 19 – 1
ÍFH-Elding – ÍR-KK 12,5 – 7,5
KFR-Afturgöngurnar voru með hæstu seríu umferðarinnar 2.082. Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum spilaði best með 588 seríu, Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum spilaði 570 og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngunum spilaði 533.
Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 8. umferð:
1. KFR-Valkyrjur 108 (7)
2. ÍR-TT 107,5 (7)
3. KFR-Afturgöngurnar 97,5 (7)
4. ÍR-Buff 93 (7)
5. ÍR-BK 83,5 (8)
6. ÍFH-Elding 78,5 (8)
7. ÍR-N 78 (7)
8. KFR-Skutlurnar 49,5 (7)
9. ÍR-KK 49 (7)
10. ÍA 40 (7)
11. ÍR-SK 15,5 (8)
(fjöldi leikja í sviga)
KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 168,11, KFR-Afturgöngurnar eru með 165,79 og ÍR-TT er með 164,99. ÍR-TT á hæsta leik liðs 770, en KFR-Afturgöngurnar eiga hæstu seríu liðs 2.125.
Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar 187,3 að meðaltali í leik í 15 leikjum. Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með 181,4 að meðaltali í 19 leikjum og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngum er með 178,3 í 18 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Elín er með 0,867 í 15 leikjum, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 0,833 í 21 leik og Ásdís Ósk Smáradóttir ÍR-Buff er með 0,800 að meðaltali í 5 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,47 að meðaltali í leik, Elín er með 4,27 og Guðný er með 4,24. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á hæsta leik deildarinnar 245, Guðný á 234 og Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum hefur spilað 231. Elín á hæstu seríuna 620, Helga kemur næst með 604 seríu og þriðja er Guðný með 593 seríu.
Í 9. umferð tekur ÍA á móti KFR-Afturgöngunum mánudaginn 2. desember, en þriðjudaginn 3. desember tekur ÍR-BK á móti ÍR-TT í Öskjuhlíð, ÍR-N tekur á móti KFR-Valkyrjum og ÍR-KK og KFR-Skutlurnar mætast. Í Egilshöllinni tekur ÍR-Buff á móti ÍFH-Eldingu ÍR-SK situr hjá í 9. umferð.