Arnar Davíð Jónsson varð í 8. sæti í heildarkeppninni (All-Event) á Norðurlandamóti ungmenna 23 ára og yngri, með samtals 3.696 pinna eða 205,33 að meðaltali í leik í 18 leikjum. Arnar Davíð náði því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 8 efstu keppendanna (Masters) sem fer fram á morgun. Í úrslitakeppninni keppa allir við alla (Round Robin), byrja með 0 stig og veitt eru bónusstig fyrir unnin leik. Úrslitakeppni hefst kl. 10:00 að staðartíma, eða kl. 9:00 að íslenskum tíma. Fylgist með á heimasíðu mótsins, beinni útsendingu og skorinu
Arnar Davíð Jónsson varð eins og áður segir í 8. sæti í heildarkeppninni (All-Event) með 3.696 pinna eða 205,33 að meðaltali í leik í 18 leikjum, Skúli Freyr Sigurðsson varð í 15. sæti með 3.503 pinna eða 194,61 að meðaltali í leik, Einar Sigurður Sigurðsson varð í 18. sæti með 3.280 pinna eða 182,22 að meðaltali og Guðlaugur Valgeirsson endaði í 20. sæti með 3.223 eða 179,06 að meðaltali. Sjá stöðuna í heildarkeppni pilta
Ástrós Pétursdóttir varð efst íslensku stúlknanna og endaði í 13. sæti með 3.300 pinna eða 183,33 að meðaltali í 18 leikjum. Katrín Fjóla Bragadóttir endaði í 18. sæti með 3.027 pinna eða 168,17 að meðaltali, Hafdís Pála Jónasdóttir varð í 19. sæti með 2.975 pinna eða 165,28 að meðaltali og Bergþóra Rós Ólafsdóttir endaði í 20. sæti með 2.638 pinna eða 146,56 að meðaltali. Sjá stöðuna í heildarkeppni stúlkna
Fylgist með á heimasíðu mótsins, beinni útsendingu og skorinu
Lokastaðan varð þannig í heildarkeppninni (All-Events) að Jesper Svensson Svíþjóð varð langefstur hjá piltunum með samtals 4.212 pinna eða 234 að meðaltali í leik í 18 leikjum. Daninn Carsten W. Hansen varð í 2. sæti með 3.812 og Svíinn Magnus Johnson varð í 3. sæti með 3.786. Næstir á eftir þeim og með sæti í úrslitum voru Markus Jansson Svíþjóð, Sami Lampo Finnlandi, Tony Ranta Finnlandi, Mik Stampe Danmörku og Arnar Davíð Jónsson Íslandi. Skúli Freyr Sigurðsson var í 15. sæti, Einar Sigurður Sigurðsson varð í 18. sæti og Guðlaugur Valgeirsson endaði í 20. sæti. Sjá stöðuna í heildarkeppni pilta
Lokastaðan varð þannig í heildarkeppninni (All-Events) að Andrea E. Hansen Noregi varð efst hjá stúlkunum með samtals 3.795 pinna eða 210,83 að meðaltali í leik í 18 leikjum. Finninn Sanna Pasanen varð í 2. sæti með 3.718 og Daninn Pernille W. Rasmussen varð í 3. sæti með 3.708. Næstar á eftir þeim og með sæti í úrslitum voru Jenny Wegner Svíþjóð, Lisa Björklund Svíþjóð, Cajsa Wegner Svíþjóð, Jonna Jokinen Finnlandi og Roosa Lundén Finnlandi. Sjá stöðuna í heildarkeppni stúlkna