Íslandsmeistarar para 2013

Facebook
Twitter

Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson úr ÍR tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitil para og er það í fyrsta sinn sem þau vinna þann titil saman. Þau voru komin í efsta sæti mótsins í forkeppninni og héldu henni til loka milliriðilsins. Í 2. sæti voru Ástrós Pétursdóttir ÍR og Ásgrímur Helgi Einarsson KFR og í 3. sæti voru Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA.

 

Úrslitakeppni mótsins var spennandi og fór í 4 leiki. Ástrós og Ásgrímur unnu fyrsta leikinn 391 gegn 345, Guðný og Arnar unnu næsta leik 404 gegn 259. Ástrós og Ásgrímur spiluðu síðan 415 gegn 345 í þriðja leiknum, en Guðný og Arnar tryggðu sér titilinn með sigri í fjórða leiknum með 399 gegn 359. Sjá nánar úrslit

Alls tóku 8 pör þátt í forkeppni mótsins og komust þau því öll áfram í milliriðilinn. Sjá skorið í milliriðli og  forkeppni

Sjá fyrri meistara

 

Nýjustu fréttirnar