Í gærkvöldi hóst Íslandsmótið í keilu formlega með árlegri viðureign Íslands- og Bikarmeistara KLÍ frá liðnu tímabili. Í karlaflokki áttust við lið ÍR PLS sem eru Íslandsmeistarar 2019 og lið ÍA sem varð í 2. sæti í Bikarkeppni liða. KFR Grænu töffararnir sem eru Bikarmeistarar 2019 gáfu leikinn eftir og því fékk ÍA keppnisréttinn. Í kvennaflokki voru það lið ÍR TT Íslandsmeistarar 2019 sem kepptu við Bikarmeistarana 2019 KFR Valkyrjur.
Deildarkeppni á Íslandsmóti liða hefst í kvöld en þá er leikið í kvennadeildum og 3. deild karla. Annaðkvöld hefst svo keppni í 1. og 2. deild karla, sjá nánar dagskrá KLÍ.