Eins og fyrri ár þá byrjar deildin á Meistarakeppni KLÍ þar sem að Bikar- og Íslandsmeistarar liða frá tímabilinu á undan keppa saman.
Keppnin hefst sunnudaginn 15. september n.k.
Þar keppa Íslandsmeistararnir ÍR-TT og ÍR-PLS á móti bikarmeisturunum KFR-Valkyrjum og KFR-Grænu töffurunum.
Leikið verður á brautum 19 – 22 og hefst keppni kl 19:00
Þar sem að Bikarmeistarar hjá körlum KFR grænu töffararnir geta ekki mætt til leiks að þá verður það ÍA sem að lenti í 2.sæti í bikar sem að mætaÍslandsmeisturunum í ÍR PLS
Brautir 19 – 20
KFR Valkyrjur – ÍR TT
Brautir 21 – 22
ÍA- ÍR PLS
Olíuburður í leikjunum verður Mercury 40fet
Keppni á Íslandsmóti liða hefst svo mánudaginn 16. september kl. 19:00 á keppni í 1. og 2. deild kvenna og 3. deild karla
og þriðjudaginn 17. september kl 19:00 í 1. og 2. deild karla.