Staðan í 1. deild kvenna

Facebook
Twitter

Að loknum 4. umferðum í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða eru Íslandsmeistararnir í ÍR-TT í efsta sæti með 68 stig, ÍR-BK er í 2. sæti með 54 stig, Bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur eru í 3. sæti með 49,5 stig og eiga einn leik til góða. KFR-Afturgöngurnar koma í 4. sæti með 47,5 stig og ÍR-Buff er í 5. sæti með 44. stig. Sjá stöðuna eftir 4. umferð

Í 4. umferð tók ÍR-KK á móti ÍA í Öskjuhlíðinni og unnu 11 – 9 og KFR-Skutlurnar tóku á móti ÍR-TT, en máttu sætta sig við tap 1 – 19. Þar áttust einnig við ÍFH-Elding og nýliðarnir ÍR-SK og fór leikur þeirra 13, 5 – 6,5. Í Egilshöllinni tóku KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngunum og unnu 13 – 7 og ÍR-Buff tók á móti ÍR-BK og unnu 12 – 8. ÍR-N sat hjá í 4. umferðinni.

Úrslit leikja í 4. umferð sem fór fram þriðjudaginn 15. október voru eftirfarandi:
ÍR-KK – ÍA 11 – 9
ÍFH-Elding – ÍR-SK 13,5 – 6,5
KFR-Skutlurnar – ÍR-TT 1 – 19
ÍR-Buff – ÍR-BK 12 – 8
KFR-Valkyrjur – KFR-Afturgöngurnar 13 – 7

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 4. umferð:
1. ÍR-TT 68 (4)
2. ÍR-BK 54 (4)
3. KFR-Valkyrjur 49 (3)
4. KFR-Afturgöngurnar 47,5 (4)
5. ÍR-Buff 44 (4)
6. ÍR-N 38 (3)
7. ÍR-KK 34 (4)
8. ÍFH-Elding 28,5 (4)
9. ÍA 20 (3)
10. ÍR-SK 10,5 (4)
11. KFR-Skutlurnar 6 (3)
(fjöldi leikja í sviga)

Sjá nánar stöðuna eftir 4. umferð

Í 5. umferð tekur ÍA á móti ÍR-Buff í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 20. október kl. 13:00, ÍR-TT og KFR-Valkyrjur mætast í Egilshöll sunnudaginn 20. október kl. 19:00, en aðrir leikir umferðarinnar fara fram í Öskjuhlíðinni þriðjudaginn 22. október kl. 19:00. Þá mætast ÍR-SK og KFR-Skutlurnar, ÍR-BK og ÍFH-Elding og ÍR-N og ÍR-KK. KFR-Afturgöngurnar sitja hjá í 5. umferð.

Nýjustu fréttirnar