Arnar Davíð Jónsson keilari úr KFR hafnaði á nýliðinni helgi í 19.sæti á Storm Lucky Larsen Masters sem fram fór í Helsingborg í Svíþjóð.
Mótið er hluti af heimsmótaröðinni og voru margir sterkir keppendur með í mótinu þar af fjölmargir sem komu frá Bandaríkjunum af atvinnumannatúrnum þar. Arnar spilaði mjög vel í forkeppninni fyrir úrslitin en hann endaði í 21.sæti og tryggði sig þannig áfram í úrslitin.
Hann byrjaði vel í úrslitunum og tryggði sig áfram í næsta þrep en þar endaði mótið fyrir Arnari. Hann var í góðum málum eftir 4 leiki en því miður lenti hann í vandræðum seinustu tvo leikina og datt hann niður í 19.sæti en 18 manns fóru áfram.
Gríðarlega svekkjandi endir en frábær frammistaða samt sem áður en þetta er líklega sterkasta mót sem Arnar hefur keppt á til þessa.
Dregið í bikar 8 liða, leikið 26.01.2025
Dregið hefur verið í 8 liða úrslitum í bikar. Viðureignirnar