Hópur íslenskra keilara mun taka þátt í mótum erlendis á næstunni.
Íslandsmeistararnir Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR og Hafþór Harðarson úr ÍR munu verða fulltrúar Íslands á Evrópubikarmóti einstaklinga ECC 2013 sem haldið verður í borginni Bratislava í Slóvakíu dagana 21. – 28. október n.k. Með þeim í för verða Valgeir Guðbjartsson þjálfari og Þórarinn Már Þorbjörnsson formaður KLÍ verður fararstjóri. Þórarinn mun jafnframt nota tækifærið til að kynna RIG mótið og Evrópubikarmótið sem haldin verða í Reykjavík á næsta ári.
Átta keppendur munu taka þátt fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti 23 ára og yngri, NYC 2013 sem haldið verður í borginni Malmö í Svíþjóð, dagana 6. – 10 nóvember 2013. Stúlkurnar eru Ástrós Pétursdóttir ÍR, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR. Piltarnir eru Arnar Davíð Jónsson KFR, Einar Sigurður Sigurðsson ÍR, Guðlaugur Valgeirsson KFR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA. Þjálfari er Theódóra Ólafsdóttir.
Beðið er frekari upplýsinga um keppendur og mótin frá landsliðsnefnd og þjálfara.
Arnar Sæbergsson og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR tryggðu sér sigurinn á AMF mótaröðinni á síðasta keppnistímabili og munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2013 sem fram fer í borginni Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi í 15. – 24. nóvember n.k.