KFR-Valkyrjur og ÍA-W tryggðu sér sigur í Meistarakeppni KLÍ 2013 sem fram fór í Keiluhöllinni í Egilshöll 11. september s.l. Þetta var í sjötta sinn sem KFR-Valkyrjur tryggðu sér þennan titil, en Skagamenn voru að vinna keppnina í fyrsta sinn.
Bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur mættu þar Íslandsmeisturunum ÍR-TT og unnu þær í spennandi leik með 2.167 gegn 2.128. KFR-Valkyrjur byrjuðu mun betur og voru komnar með 164 pinna í forskot eftir fyrsta leik, en ÍR-TT spilaði betur í seinni tveimur leikjunum og var við það að vinna upp forskotið.
Lið ÍA-W sem hafnaði í 2. sæti í Bikarkeppni liða vann Íslands- og Bikarmeistararana úr ÍR-KLS með 2.197 gegn 2.121. Skagamenn byrjuðu betur og unnu fyrsta leikinn með 109 pinnum og ÍR-KLS náði ekki að vinna upp forskotið.
Hæstu seríur kvöldsins áttu þær Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum með 642, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT með 602, Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum með 597 og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT sem spilaði 542. Hjá körlunum voru það Skúlli Freyr Sigurðsson ÍA-W með 667 og Magnús Magnússon ÍR-KLS 603 sem áttu hæstu seríurnar, Magnús S. Guðmundsson ÍA-W spilaði 555 og Sigurður Þ. Guðmundsson ÍA-W spilaði 526.