Úrslit Bikarkeppni liða í keilu 2013 fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun laugardaginn 4. maí og hefst keppni kl. 12:00. Deildarmeistararnir KFR-Valkyrjur mæta nýkýndum Íslandsmeisturum í ÍR-TT í kvennaflokki og ÍA-W og nýkrýndir Deildar- og Íslandsmeistarar ÍR-KLS eigast við í karlaflokki.
KFR-Valkyrjur og ÍR-TT spila á brautum 3 – 4 og ÍA-W og ÍR-KLS á brautum 5 -6.
Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.
Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.
ÍR-KLS urðu bikarmeistarar liða síðustu 3 árin 2010 – 2012 og átta sinnum alls, ÍR-TT urðu bikarmeistarar 2012 og 2010, KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009, en ÍA hefur aldrei unnið þennan titil. Sjá bikarmeistara fyrri ára.