Úrslitakeppni Íslandsmóts unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 27. apríl. Til úrslita kepptu fjögur efstu liðin í mótinu eftir allar fimm umferðir vetrarins, en þau voru ÍA 1, ÍR 1, KFR 1 og ÍR 2.
Lið ÍR 1 mætti mjög einbeitt til leiks og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Lið ÍA 1 varð í 2. sæti og lið ÍR 2 og KFR 1 urðu í 3. sæti. Með liði ÍR 1 spiluðu Þorsteinn Hanning Kristinsson, Benedikt Svavar Björnsson og Alexander Halldórsson.
Í undanúrslitunum vann lið ÍA 1 mótherjana í ÍR 2 með samtals 860 pinnum á móti 703 og lið ÍR 1 vann mótherjana í KFR 1 með 961 pinna á móti 692. Í úrslitunum vann lið ÍR 1 mótherjana í ÍA 1 með samtals 998 pinnum á móti á móti 860.