Fjórða og síðasta umferð Íslandsmóts félaga fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð á morgun, fimmtudaginn 2. maí og hefst keppni kl. 19:00.
Staðan er þannig eftir 3. umferð að ÍA er í efsta sætinu í Opna flokknum, með 134 stig. Röð næstu liða er einnig óbreytt þannig að KFR-Konur eru í 2. sæti með 122,5 og ÍR-Konur eru í 3. sæti með 118,5 stig. ÍR-Karlar eru í 4. sæti með 114,5 stig, en KFR-Karlar eru í 5. sæti með 106,5 stig. KFR-Konur eru í efsta sæti í kvennaflokki með 42 stig, ÍR-konur eru í 2. sæti með 37 stig og ÍFH-Konur eru í 3. sæti með 3 stig.
Olíuburður í Íslandsmóti félaga er 40 fet Vargen. Sjá nánar félagakeppni