Staðan í 1. deild kvenna – 18. umferð

Facebook
Twitter

Keppni í 18. og síðustu umferðinni í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2012 – 2013 fór fram í dag. KFR-Valkyrjur voru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og enduðu í efsta sæti deildarinnar með 287,5 stig. Eftir mjög gott gengi í síðustu umferðum náði ÍR-TT að tryggja sér 2. sætið með 264,5 stig og einu stigi meira en KFR-Afturgöngurnar sem voru í 3. sæti með 263,5 stig. ÍR-Buff varð síðan í 4. sæti með 237 stig. Það verða því þessi fjögur lið sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og í undanúrslitunum sem fara fram 22. og 23. apríl n.k. mætast KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar. Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 18. og síðustu umferð sem fór fram í dag laugardaginn 13. apríl tók ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Öskjuhlíð og fór leikur þeirra 3 – 17 fyrir Valkyrjur. KFR-Afturgöngurnar unnu ÍFH-DK 20 – 0 og ÍR-N  vann ÍR-BK 14 – 6. Í Egilshöllinni vann ÍR-TT KFR-Skutlurnar 20 – 0 og ÍR-Buff vann ÍA 16 – 4.

Úrslit leikja í 18. umferð voru eftirfarandi:
ÍR-KK – KFR-Valkyrjur 17 – 3
KFR-Afturgöngurnar – ÍFH-DK 20 – 0
ÍR-N – ÍR-BK 14 – 6
ÍR-TT – KFR-Skutlurnar 20 – 0
ÍR-Buff – ÍA 16 – 4

Lokastaðan í 1. deild kvenna er þá þannig:
1. KFR-Valkyrjur 287,5 stig
2. ÍR-TT 264,5 stig
3. KFR-Afturgöngurnar 263,5 stig
4. ÍR-Buff 237,0 stig
5. ÍR-BK 192,0 stig
6. KFR-Skutlurnar 154,0 stig
7. ÍR-N 146,5 stig
8. ÍR-KK 110,0 stig
9. ÍA 79,5 stig
10. ÍFH-DK 65,5 stig

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar eða 183,6 að meðaltali í leik í 51 leik. Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum kemur næst með 177,3 að meðaltali í 41 leik og þriðja er Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 176,7 að meðaltali í leik í 54 leikjum.Elín var efst í keppninni um stigameistarann með 0.843 stig, Ástrós var önnur með 0,833 stig að meðaltali í leik og Dagný Edda var þriðja með 0,829 stig að meðaltali í leik. Dagný Edda náði hæsta fellumeðaltalinu með 4,10 fellur að meðaltali í leik, Elín kom önnur með 4,06 og Ástrós var þriðja með 3,96. Hæstu seríur og hæstu leikir eru óbreyttir frá fyrri umferðum. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT og Dagný Edda spiluðu allar 246 í hæsta leik vetrarins. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT átti hæstu seríuna 650, Elín var næst með 643 seríu og þriðja var Dagný Edda með 637 seríu. Sjá nánar stöðuna í deildinni

Úrslitakeppnin í deildunum hefst mánudaginn 22. apríl á 1. leik í undanúrslitum 1. deildar kvenna og karla og 1. leik í úrslitakeppni 2. deildar karla. Sjá nánar dagskrá

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða í kvenna flokki“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Nýjustu fréttirnar