Undanúrslit Bikarkeppni liða í keilu fóru fram í kvöld, þriðjudaginn 2. apríl. Það verða KFR-Valkyrjur og ÍR-TT sem mætast í úrslitum í kvennaflokki og ÍR-KLS og ÍA-W sem eigast við í karlaflokki í Bikarkeppni liða sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí n.k.
Leikir kvennaliðanna fóru báðir fram í Egilshöllinni. KFR-Valkyrjur unnu KFR-Afturgöngurnar 3 – 1. KFR-Valkyrjurnar unnu fyrsta leikinn með 625 gegn 564, en KFR-Afturgöngurnar unnu annan leikinn 743 á móti 560. KFR-Valkyrjur unnu síðan tvo næstu leiki með 737 á móti 627 og 681 á móti 553. Samtals spiluðu KFR-Valkyrjur 2.603, en KFR-Afturgöngurnar 2.487.
Í hinum leiknum vann ÍR-TT lið ÍR-BK nokkuð örugglega 3 – 0 og voru leikir liðanna 729 á móti 510, 682 gegn 556 og loks 742 á móti 624 og samtals spilaði ÍR-TT 2.153 gegn 1.690 hjá ÍR-BK.
ÍR-KLS vann ÍA 3 – 1 í Keilusalnum á Akranesi. ÍR-KLS vann fyrstu tvo leikina 802 gegn 747 og 836 á móti 720. ÍA vann síðan þriðja leikinn 798 á móti 749, en ÍR-KLS tryggði sér loks sæti í úrslitunum með 829 á móti 766. Samtals spilaði ÍR-KLS 3.216 en ÍA 3.031
ÍA-W vann ÍR-L 3 – 0 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. ÍA-W vann fyrsta leikinn með 762 á móti 704, liðin gerðu jafntefli í öðrum leiknum með 682, ÍR-L vann þriðja leikinn með 749 gegn 681 og ÍA-W vann síðasta leikinn með 743 á móti 713. Samtals spilaði ÍA-W 2.868, en ÍR-L 2.848.
Sjá nánar úrslit leikjanna
Úrslit Bikarkeppni liða fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí n.k. og hefst keppnin kl. 12:00. Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.
Bæði ÍR-TT og ÍR-KLS eiga titla að verja. ÍR-KLS voru reyndar bikarmeistarar liða í karlaflokki síðustu 3 árin 2010 – 2012 og ÍR-TT voru bikarmeistarar liða í kvennaflokki árin 2012 og 2010. KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. Hins vegar hefur ÍA-W ekki orðið bikarmeistarar liða og ef þeir hampa titlinum yrðu þeir fyrstir Skagaliða til að vinna Bikarmeistaratitil liða.
Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.