Fjögurra liða úrslit Bikarkeppni liða í keilu fara fram í kvöld, þriðjudaginn 2. apríl og hefjast allir leikirnir kl. 19:00.
Í kvennaflokki fara báðir leikirnir fram í Keiluhöllinni í Egilshöll. KFR-Valkyrjur taka á móti KFR-Afturgöngunum á brautum 3 – 4 og ÍR-TT tekur á móti ÍR-BK á brautum 5 – 6.
Í karlaflokki tekur ÍR-L á móti ÍA-W á brautum 3 – 4 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og ÍA tekur á móti ÍR-KLS á brautum 2 – 3 í Keilusalnum á Akranesi.
Bæði ÍR-TT og ÍR-KLS eiga titla að verja. ÍR-KLS voru reyndar bikarmeistarar liða í karlaflokki síðustu 3 árin 2010 – 2012 og ÍR-TT voru bikarmeistarar liða í kvennaflokki árin 2012 og 2010. KFR-Afturgöngurnar hafa 12 sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2011 og eru sigursælastar allra liða í keppninni. KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. Önnur lið sem keppa í undanúrslitunum að þessu sinni hafa ekki orðið bikarmeistarar liða.
Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.
Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.