Keppni í tvímenningi pilta fór fram í dag, mánudaginn 25. mars. Aron Fannar Benteinsson ÍA og Hlynur Örn Ómarsson ÍR hófu keppnina með hópi 1 í morgun, en Andri Freyr Jónsson KFR og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR spiluðu í hópi 2 sem hóf keppni eftir hádegi.
Andri Freyr spilaði best íslensku keppendanna í dag með 1.098 seríu í 6 leikjum og voru leikir hans 232, 180, 212, 154, 158 og 162. Guðmundur Ingi spilaði 1.016 og voru leikir hans 175, 148, 163, 216, 163 og 151. Samtals spiluðu þeir 2.114 og enduðu í 40. sæti af 50 tvímenningum alls. Aron Fannar spilaði 973 seríu og voru leikir hans 213, 187, 135, 145, 155 og 138. Hlynur Örn spilaði 958 seríu og voru leikir hans 161, 116, 190, 179, 160 og 152. Samtals voru þeir með 1.931 og höfnuðu í 47. sæti.
Úrslitin í tvímenningin pilta voru þau að England 2 (Morgan, Hooper) vann Ítalíu 2 (Pongolini, Fiorentino) í úrslitunum, en Svíþjóð 2 (Svensson, Wilhelmsson) og Frakkland 2 (Bartaire, Mouveroux) enduðu í 3. sæti.