Keppni í undanúrslitum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf fer fram í Egilshöllinni í kvöld þriðjudaginn 5. mars og hefst keppnin kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik.
Keppendur í kvennaflokki eru Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Jóna Gunnarsdóttir KFR, Ragna Matthíasdóttir KFR og Bára Ágústsdóttir KFR. Sjá brautaskipan í kvennaflokki
Keppendur í karlaflokki eru Kristófer Unnsteinsson ÍR, Baldur Hauksson ÍFH, Andri Freyr Jónsson KFR, Sigurbjörn Vilhjálmsson KR, Þröstur Friðþjófsson ÍFH og Guðlaugur Valgeirsson KFR. Sjá brautaskipan í karlaflokki
Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga
Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf