Mótanefnd óskar eftir fólki til aðstoðar við Íslandsmót einstaklinga í keilu með forgjöf sem verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. mars n.k. Vinsamlega hafið samband við mótanefnd [email protected]
Forkeppnin fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilaðir eru 8 leikir í forkeppninni, 4 leikir í hvoru húsi. Keppni í milliriðili fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 4. mars og hefst keppni kl. 19:00. Keppni í undanúrslitum fer fram í í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00 og keppni í úrslitum fer fram strax að loknum undanúrslitunum. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Skráning er á netinu og lýkur fimmtudaginn 28. febrúar kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu
Brautaskipanin fyrir Íslandsmót einstaklinga með forgjöf er tilbúin. Sjá nánar hér Konurnar byrja í Egilshöllinni laugardaginn 2. mars og spila síðan í Öskjuhlíðinni á sunnudaginn 3. mars. Karlarnir spila í Öskjuhlíðinni laugardaginn 2. mars og í Egilshöllinni á sunnudaginn 3. mars. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00. Við útreikning á forgjöf verður miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2013.
Sjá reglugerð um Íslandsmót einstaklinga.
Snæfríður Telma Jónsson ÍR og Kristján Þórðarson ÍA voru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf 2012. Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf