Þegar 13. umferðum er lokið í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er röð efstu liðanna óbreytt. ÍR-PLS hefur nú 10 stiga forystu á ÍA í efsta sæti deildarinnar með 199,5 stig, en ÍA er með 189,5 stig. ÍR-KLS kemur síðan í 3. sæti með 173,5 stig og einn leik til góða á móti KR-C og hefur náð góðri forystu á ÍA-W í fjórða sæti með 147,5 stig.
Skagaliðin ÍA og ÍA-W mættust á heimavelli á Skaganum og lauk viðureigninni með 16 – 4 sigri ÍA. Í Öskjuhlíðinni tók ÍR-L á móti KR-A fóru leikar einnig 4 – 16. Í Egilshöllinni tók KFR-Stormsveitin á móti KFR-JP-kast og urðu að játa sig sigraða 8 – 12. KFR-Lærlingar mættu til leiks með Arnar Davíð Jónsson og unnu ÍR-PLS nokkuð óvænt 13 – 7. Leik ÍR-KLS og KR-C í 13. umferð var frestað að beiðni ÍR-KLS og hefur nýr leiktími ekki verið ákveðinn.
Úrslit leikja 13. umferðar sem fóru fram sunnudaginn 10. febrúar og þriðjudaginn 12. febrúar 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – ÍA-W 16 – 4
ÍR-L – KR-A 4 – 16
KFR-Stormsveitin – KFR-JP-kast 8 – 12
KFR-Lærlingar 13 – 7
Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 221,8 að meðaltali í leik í 36 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 206,9 að meðaltali í 18 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er nú kominn í þriðja sætið með 202,4 að meðaltali í 30 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Róbert Dan Sigurðsson efstur með 0,778 stig að meðaltali í leik, Hafþór Harðarson kemur næstur með 0,764 stig að meðaltali og Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W er þriðji með 0,744 að meðaltali í 39 leikjum. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,72, Arnar kemur næstur með 6,22 og Stefán Claessen ÍR-KLS er þriðji með 5,70. Magnús Magnússon á hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Stefán Claessen 280. Kristján Þórðarson ÍA á hæstu seríuna 773, Hafþór kemur næstur með 747 og síðan Arnar með 727.
Sjá nánar stöðuna í deildinni
Í 14. umferð þriðjudaginn 19. febrúar mætast í Egilshöllinni ÍR-PLS og KR-C, ÍR-KLS og ÍA, KR-A og KFR-Stormsveitin, KFR-JP-kast og KFR-Lærlingar. Leikur ÍA og ÍR-PLS fór fram í Keilusalnum á Akranesi á sunnudaginn.