Baráttan um efsta sætið í 1. deild kvenna eykst. Með 18 -2 sigri á ÍR-BK á heimavelli í Egilshöllinni hafa KFR-Valkyrjur tekið efsta sæti deildarinnar af KFR-Afturgöngunum og eru með 170,5. Afturgöngurnar, sem höfðu verið í efsta sætinu frá 6. umferð, máttu hins vegar sætta sig við 16 – 4 tap á móti ÍR-Buff á heimavelli í Öskjuhlíðinni og eru með 163 stig. ÍR-TT gerði einnig góða ferð í Öskjuhlíðina og vann ÍR-N 18 – 2 og er í 3.sæti með 156.5 stig, en ÍR-Buff er í 4. sæti með 136 stig.
Úrslit leikja 11. umferðar sem fram fór mánudaginn 14. janúar 2013 voru eftirfarandi:
ÍFH-DK – KFR-Skutlurnar 2 – 18
ÍR-KK – ÍA 16- 4
KFR-Afturgöngurnar – ÍR-Buff 4 – 16
ÍR-N – ÍR-TT 2 – 18
KFR-Valkyrjur – ÍR-BK 18 – 2
Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 182,0 að meðaltali í leik í 30 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT koma næst og því sem næst jafnar, Ástrós með 176,5 og Linda Hrönn með 176,2 báðar í 33 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Elín Óskarsdóttir búin að ná toppsætinu með 0,867 stig að meðaltali í leik, Ragna Matthísadóttir úr KFR-Afturgöngunum kemur næst með 03866 stig að meðaltali í 30 leikjum og þriðja er Ástrós Pétursdóttir með 0138 stig að meðaltali í leik.
Sjá nánar stöðuna í deildinni
Í 12. umferð sem fer fram sunnudaginn 20. og mánudaginn 21. janúar mætast: ÍA og KFR-Afturgöngurnar í Keilusalnum á Akranesi, ÍR-BK og ÍFH-DK í Öskjuhlíð og KFR-Skutlurnar og ÍR-KK, ÍR-TT og KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff og ÍR-N í Egilshöllinni.