Stjórn KLÍ hefur ráðið Kristján Ó Davíðsson sem íþróttastjóra KLÍ en eins og kunnugt er sagði Theódóra (Dóra) upp störfum sem íþróttastjóri á vormánuðum. Kristján er 32. ára Hafnfirðingur, mikill Haukamaður og starfar hann m.a. sem formaður Karatedeildar Hauka í dag en Kristján hefur verið virkur í Karate deildinni þar frá 2002. Einnig er hann formaður dómaranefndar Karatesambands Íslands svo þarna er á ferð einstaklingur sem gjör þekkir íþróttasamfélagið. Kristján er kvæntur og eiga þau 2 börn.
Um leið og stjórn KLÍ fagnar komu Kristjáns til liðs við keiluna þakkar hún sömuleiðis Dóru fyrir afskaplega vel unnin störf sem fyrsti Íþróttastjóri sambandsins. Hún hefur nú mótað og rutt enn eina brautina fyrir keilu á Íslandi en lætur staðar numið að sinni. Dóra mun þó að sjálfsögðu aðstoða nýjan Íþróttastjóra KLÍ að fóta sig í starfi. Færir stjórn KLÍ henni miklar þakkir fyrir hennar störf.
Kristján mun hefja störf í byrjun ágústmánaðar og mun m.a. verða með viðveru á skrifstofu KLÍ.
Velkominn til starfa.