Meistarakeppni ungmenna 3. umferð lokið

Facebook
Twitter

Þriðja umferðin í Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 5. janúar 2013.

Alls tóku 43 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni og var spennandi keppni í öllum flokkum.

Staðan er nú þannig að í 1. flokki pilta að Guðlaugur Valgeirsson KFR er í efstur með 32 stig, Andri Þór Göthe ÍR er annar með 27 stig og Steingrímur Kári Kristinsson ÍR er þriðji með 23 stig. Í 2. flokki stúlkna er Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR með 34 stig, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR er önnur með 32 stig og Natalía G. Jónsdóttir ÍA er þriðja með 16 stig. Í 2. flokki pilta er Guðmundur Ingi Jónsson ÍR efstur með 29 stig, Andri Freyr Jónsson KFR er annar, einnig með 29 stig og Aron Fannar Beinteinsson ÍA er þriðji með 24 stig. Í 3. flokki stúlkna er Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA efst með 36 stig, Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR er önnur með 24 stig og Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR er þriðja með 18 stig. Í 3. flokki pilta er Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA efstur með 33 stig, Jökull Byron Magnússon KFR er annar með 31 stig og Bergþór Ingi Birgisson KFR kemur þriðji með 26 stig. Í 4. flokki stúlkna er Elva Rós Hannesdóttir ÍR efst með 34 stig, Nótt Benediktsdóttir ÍR er önnur með 30 stig og Karen Dögg Jónsdóttir er þriðja með 16 stig. Í 4. flokki pilta er Arnar Daði Sigurðsson ÍA efstur með 30 stig, Steindór Máni Björnsson er annar með 28 stig og Ágúst Stefánsson ÍR er þriðji með 26 stig. Sjá nánar úrslit 3. umferðar og stöðuna í mótinu

Myndir frá Jóni Grímssyni úr Meistarakeppni ungmenna sem fram fór í Keilusalnum á Akranesi 24. nóvember 2012.

 

Nýjustu fréttirnar