Þegar keppnistímabilið er hálfnað og 9 umferðum er lokið í keppni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er ÍR-PLS enn í efsta sæti deildarinnar með 149,5 stig. ÍR-KLS er í öðru sæti með 131,5 stig, ÍA er í þriðja sæti með 121,5 stig og ÍA-W er í fjórða sæti með 104,5 stig. Keppninni um sæti í úrslitakeppninni er þó hvergi nærri lokið því KFR-Lærlingar eru í fimmta sæti með 91 stig. Sjá nánar
Nú verður skipt um olíuburð og spilað í 42 fet Björnen á seinni hluta keppnistímabilsins.
Arnar Sæbergsson ÍR-KLS og Hafþór Harðarson ÍR-PLS berjast um hæsta meðaltal deildarinnar, Arnar er nú með 223,3 að meðaltali í leik, en Hafþór er með 223,0 að meðaltali. Einar Már Björnsson ÍR-PLS kemur síðan næstur með 205,8. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W efstur með 0,852 stig að meðaltali, Róbert Dan Sigurðsson ÍR-PLS kemur næstur með 0.833 og Hafþór er þriðji með 0,796 stig að meðaltali. Sjá nánar stöðuna í 1. deild karla.
Í 10. umferð fer fram þriðjudaginn 8. janúar mætast í Öskjuhlíðinni KR-C og KFR-Lærlingar og í Egilshöllinni keppa ÍR-PLS og KR-A og ÍR-KLS og ÍR-L. Leik ÍA og KFR-Stormsveitarinnar sem fara átti fram í Keilusalnum á Akranesi á morgun sunnudaginn 6. janúar hefur verið frestað til þriðjudagsins 8. janúar kl. 19:30. Leik ÍA-W og KFR-JP-Kast sem einnig átti að fara fram á morgun sunnudaginn 6. janúar hefur einnig verið frestað og hefur nýr leikdagur ekki verið ákveðinn.