Í ljósi breytinga á reglugerð frá USBC (Keiluþing Bandaríkjanna) varðandi hliðar- og topp vigt á keilukúlum sem notaðar eru í keppni tók stjórn Keilusambands Íslands ákvörðun um að innleiða þessa reglugerð með svokölluðu aðlögunartímabili líkt og er verið að gera víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
Til að útskýra nákvæmlega hverju er verið að breyta hljóðar reglan (eins og hún var) þannig að keilukúla má ekki vera með meira en 3oz (únsur) í toppvigt og 1oz (únsu) í hliðar/fingur/þumalvigt. Einungis má setja eitt hliðargat/aukagat (balance hole) í kúluna.
Nýja reglan gerir breytingar á gömlu reglunni þannig að: