Ungmennalandslið okkar er þessa dagana að keppa á boðsmóti í Doha Qatar en liðinu hefur verið boðin þátttaka undanfarin ár. Alls eru 4 dregnir og 4 stúlkur í liði okkar auk þjálfara, fararstjóra og aðstoðarfólks. Í gær var spiluð einstaklingskeppni og stóð Steindór Máni Björnsson úr ÍR upp úr en hann var í 12. sæti af 35 með 1.216 seríu. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR stóð sig best af stúlkunum en hún var með 952 seríu sem skilaði henni í 13. sæti. Finnsku strákarnir eru í efstu þrem sætunum en norska stúlkan Jenny Mathiesen er efst í keppninni.
Þau sem skipa lið Íslands eru:
Piltar
- Steindór Máni Björnsson ÍR
- Jóann Ársæll Atlason ÍA
- Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR
- Hinrik Óli Gunnarsson ÍR
Stúlkur
- Helga Ósk Freysdóttir KFR
- Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR
- Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
- Elva Rós Hannesdóttir ÍR
Þjálfarar eru
- Guðmundur Sigurðsson
- Theódóra Ólafsdóttir
Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.