Í morgun lauk deildarkeppni í 1. deildum kvenna og karla. KFR Valkyrjur eru deildarmeistarar 1. deildar kvenna en þær kláruðu mótið með 187 stigum og í lokaumferðinni sigruðu þær ÍR TT með 11 stigum gegn 3. Í öðru sæti í deildinni urðu ÍR Buff og leika þessi lið því um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Úr deildinni féll ÍR BK en ÍR Elding er í bestri stöðu í 2. deildinni þegar tvær umferðir eru þar eftir.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu