QubicaAMF World Cup – fyrsti keppnisdagur

Facebook
Twitter

 Þegar fyrsta keppnisdegi er lokið á QubicaAMF World Cup og spilaðir hafa verið fyrstu 5 leikirnir af 20 í forkeppninni er Magnús Magnússon í 8. sæti með samtals 1.109 pinna eða 221,9 að meðaltali í leik. Magnús spilaði 283 í fjórða leiknum, sem jafnframt er hæsti leikur mótsins hingað til og náði með því að blanda sér í toppbaráttuna. Guðný Gunnarsdóttir byrjaði ágætlega í dag og var með samtals 544 eftir þrjá leiki, en lenti í erfiðleikum í síðustu tveimur leikjunum og endaði með 852 eða 170,4 að meðaltali í leik. Á morgun hefur Guðný keppni kl. 11:00 (kl. 10:00 að íslenskum tíma), en Magnús kl. 14:30 (kl. 13:30 að íslenskum tíma) og verða þá einnig spilaðir 5 leikir.

 

 Í efsta sæti kvenna er meistari síðustu tveggja ára Aumi Guerra frá Dónínikanska lýðveldinu með samtals 1.201 eða 240,2 að meðaltali í 5 leikjum. Í öðru sæti er Kirsten Penny Englandi með 1.146 og þriðja er Rebecka Larsen Svíþjóð með 1.149. Eins og er þarf í kringum 200 meðaltal til að tryggja sér sæti í 24. manna úrslitum.

 Michalyo Kalika frá Úkraínu er efstur karlanna með 1.149 eða 229,8 að meðaltali eftir 5 leiki. Næstur honum kemur Mise Mrkonjic fra Króatíu með 1.142 og þriðji er Marshall Kent Bandaríkjunum með 1.132. Eins og er þarf tæplega 210 meðaltal til að tryggja sér sæti í 24. manna úrslitum.

Sjá nánar heimasíðu mótsins http://www.qubicaamf.com/World-Cup/2012-Wroclaw-Poland.aspx

og Facebook síðuna https://www.facebook.com/QubicaAMFWorldCup

Nýjustu fréttirnar