QubicaAMF heimsbikarmót einstaklinga 2012

Facebook
Twitter

48. QubicaAMF Bowling World Cup, heimsmeistaramót einstaklinga í keilu verður haldið í borginni Wroclaw í Póllandi dagana 24. nóvember – 2. desember n.k. Fulltrúar Íslands á mótinu í ár verða þau Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon, bæði úr ÍR, en þau áunnu sér rétt til þáttöku á mótinu með árangri sínum í AMF mótaröðinni síðasta vetur. Magnús er að keppa á mótinu í fimmta sinn, en Guðný er á sínu öðru móti. Sigríður Klemensdóttir fer með þeim sem fararstjóri og aðstoðarmaður.

Hægt verður að fylgjast með gangi keppninnar á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni.


QubicaAMF World Cup er stærsta alþjóðlega mótið sem haldið er árlega, ef miðað er við fjölda keppenda. Í ár eru skráðir til keppni 86 karlar og 71 kona. Meðal keppenda í ár eru Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu sem er sigurvegari tveggja síðustu ára og á nú fyrst keppenda möguleika á að vinna þriðja árið í röð. Einnig má nefna Michael Schmidt Kanada sem hefur unnið tvívegis og Ann-Marie Putney Ástralíu sem vann 2007. Auk þess eru fjölmargir keppendur sem hafa keppt á mótinu áður.

Dagskrá mótsins:

Sunnudagur 25. nóvember  Æfingar og setningarathöfn

Mánudagur 26. nóvember – Fyrstu 5 leikir – Guðný spilar í holli B sem hefur keppni kl. 17:00 (kl. 16:00 að íslenskum tíma) og Magnús spilar í holli C sem hefur keppni kl. 21:00 að staðartíma (kl. 20:00 að íslenskum tíma).

Þriðjudagur 27. nóvember – Aðrir 5 leikir – Guðný spilar í holli B sem hefur keppni kl. 11:00 (kl. 10:00 að íslenskum tíma) og Magnús spilar í holli C sem hefur keppni kl. 14:30 að staðartíma (kl. 13:30 að íslenskum tíma).

Miðvikudagur 28. nóvember – Þriðju 5 leikir – Guðný spilar í holli B sem hefur keppni kl. 17:30 (kl. 16:30 að íslenskum tíma) og Magnús spilar í holli C sem hefur keppni kl. 08:00 að staðartíma (kl. 09:00 að íslenskum tíma).

Fimmtudagur 29. nóvember – Fjórðu 5 leikir – Guðný spilar í holli B sem hefur keppni kl. 11:30 (kl. 12:30 að íslenskum tíma) og Magnús spilar í holli C sem hefur keppni kl. 21:00 að staðartíma (kl. 20:00 að íslenskum tíma).

Föstudagur 30. nóvember Efstu 24 keppendurnir 8 leikir

Laugardagur 1. desember Efstu 8 keppendurnir 8 leikir og efstu 3 keppa til úrslita

Sjá  nánar á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni.

 

Sjá nánar um mót erlendis á heimasíðu Evrópska keilusambandsins (ETBF) undir Championship Calendar og Tournament Calendar.

Nýjustu fréttirnar