Þegar 6 umferðum er lokið í A riðli 2. deildar karla er röð efstu liða óbreytt. ÍR-Broskarlar eru orðnir langefstir í riðlinum með 99,5 stig, Þór er í öðru sæti með 75 stig og einn leik til góða. ÍR- Naddóður kemur síðan í þriðja sæti með 74,5 stig og ÍR-A er í fjórða sæti með 65,5 stig.
Í B riðli er staðan þannig að karlarnir í KR-B náð efsta sætinu og eru nú með 102 stig. ÍR-NAS hefur unnið sig upp um tvö sæti og eru í öðru sæti með 75 stig. ÍR-Blikk koma síðan í þriðja sæti með 70 stig og ÍFH-D eru í fjórða sæti með 56,5 stig.
Núna er að hefjast keppni eftir tveggja vikna hlé vegna annarra móta. Í 7. umferð A riðils sem fer fram mánudaginn 19. nóvember mætast í Öskjuhlíðinni ÍFH-A og KFR-KP-G og í Egilshöll KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar. Í 7. umferð B riðils mætast ÍR-T og ÍR-Blikk, ÍR-NAS og ÍR-G, KFR-Þröstur og ÍA-B og KR-B og ÍFH-D í Öskjuhlíðinni þriðjudaginn 20. nóvember og Þór og ÍR-Naddóður keppa í Keilunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember.
Sjá nánar