Þegar þremur umferðum er lokið í keppni í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða eru KFR-Afturgöngurnar efstar með 53 stig, KFR-Valkyrjur eru í öðru sæti með 46 stig, ÍR-BK eru í þriðja sæti með 40 stig og KFR-Skutlurnar eru í fjórða sæti með 33,5 stig.
Úrslit leikja í 3. umferðinni voru þannig að í Öskjuhlíðinni vann ÍR-BK lið ÍFH-DK 18 – 2, ÍR-Buff vann ÍR-N 15 – 5, KFR-Skutlurnar unnu ÍR-KK einnig 15 – 5 og KFR-Afturgöngurnar unnu KFA-ÍA 18 – 2. Í Egilshöllinni unnu KFR-Valkyrjur lið ÍR-TT 15 – 5.
Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum átti hæsta leik umferðarinnar 238 og hún á einnig hæstu seríu umferðarinnar og vetrarins 643 og er nú með töluverða yfirburði með 203,5 að meðaltali í leik. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT á hæsta leik vetrarins 246 og á næst hæstu seríuna 584 og er með 177,8 að meðaltali í leik. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff kemur næst með 536 seríu og 173,7 að meðaltali. Sjá nánar