Dagskrá unglingamóta á vegum KLÍ á keppnistímabilinu 2012 – 2013 er nú tilbúin. Hægt er að skoða dagskrána fyrir unglingamót undir einstökum unglingamótum og í heildardagskránni.
Fyrsta umferðin í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 29. september og fyrsta umferðin á Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 13. október.