Dagskrá fyrir keppni í deildum á Íslandsmóti liða á keppnistímabilinu 2012 – 2013 er nú tilbúin og hefur verið birt hér á heimasíðunni undir Dagskrá. Heildardagskráin fyrir einstakar deildir og riðla er birt undir Deildir og Dagskrá.
Keppni á Íslandsmóti liða 2012 – 2013 hefst á leik KFA-ÍA og ÍR-N í 1. umferð 1. deildar kvenna sem fram fer í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 16. september n.k. kl. 13:00.
Fyrstu deildarleikirnir í Egilshöllinni hefjast síðan kl. 19:00 mánudaginn 17. september n.k. en þar eigast við í 1. deild kvenna KFR-Skutlurnar og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-Buff og ÍR-TT og í A-riðli 2. deild karla KFR-B og ÍR-A. Á sama tíma eigast við í Öskjuhlíð ÍFH-DK og KFR-Valkyrjur og ÍR-BK og ÍR-KK í 1. deild kvenna og KFR-KP-G og ÍR-Keila.is og ÍR-Naddóður og ÍFH-A í A-riðli 2. deildar karla.
Þriðjudaginn 18. september kl. 19:00 keppa í Egilshöllinni KFR-JP-kast og KFA-ÍA-W, KFR-Lærlingar og KR-C, KFR-Stormsveitin og KFA-ÍA, KR-A og ÍR-PLS sem öll er í 1. deild karla. Og á sama tíma keppa í Öskjuhlíðinni ÍR-L og ÍR-KLS í 1. deild karla og KR-B og KFR-Þrestir, ÍR-Blikk og ÍR-G, ÍR-NAS og KFA-ÍA-B og ÍR-T í B. riðli 2. deildar karla.