Nú þegar keppni í þrímenningi er hálfnuð á Evrópumóti karla í keilu eru Hafþór Harðarson (635), Arnar Davíð Jónsson (545) og Jón Ingi Ragnarsson (565) í 16. sæti með samtals 1.738 eða 193,11 að meðaltali í leik í þremur leikjum. Magnús Magnússon (561), Róbert Dan Sigurðsson (475) og Skúli Freyr Sigurðsson (515) eru í 61. sæti með samtals 1.551 eða 172,33 að meðaltali í leik.
Hafþór Harðarson hefur spilaði best íslensku keppendanna hingað til og er eftir daginn kominn upp í 13. sæti í einstaklingskeppninni með samtals 3.121 pinna eða 208,07 að meðaltali í leik.
Á morgun miðvikudaginn 22. ágúst verða síðan spilaðir seinni þrír leikirnir í þrímenningskeppninni. Hafþór, Arnar Davíð og Jón Ingi spila í holli 2 sem hefur keppni kl. 9:00 að staðartíma (kl. 7:00 að íslenskum tíma), en Magnús, Róbert Dan og Skúli Freyr spila í holli 3 sem hefur keppni kl. 12:45 að staðartíma (kl. 10:45 að íslenskum tíma).