Þá er liðahlutanum lokið hér á Evrópumóti unglinga. Stelpurnar spiluðu í morgun, Hafdís með 411 og Katrín með 437. Til úrslita hjá stelpunum leika svo England, Danmörk, Svíþjóð og Finland. Strákarnir spiluðu svo eftir hádegi. Arnar með 608, Guðmundur með 466, Andri með 514 og Þórður með 545. Þeir enduðu svo í 15.sæti af 23 þjóðum. Til úrslita leika svo Svíþjóð, Holland, Grikkland og Danmörk.
Nú þegar 12 af 18 leikjum er lokið þá er staðan á krökkunum þannig á heildarlistanum: Hafdís í 57. sæti og Katrín í 59. sæti af 62 keppendum. Arnar í 4. sæti, Þórður í 58. sæti, Andri í 93. sæti og Guðmundur í 98. sæti af 101 keppendum.