Á fundi stjórnar KLÍ í gær var fjallað um þær athugasemdir að ekki væri tekið tillit til Íslandsmóts liða nema að litlu leiti í stigagjöf til keilara ársins. Stjórn ákvað að bæta við í útreikninginn stigum fyrir hæsta meðaltal í kvenna- og karladeildum og láta núverandi tímabil gilda fyrir 2011.
Það sem í kortunum er að 10 efstu fá stig og miðað er við töflu 2. Hjá körlunum eru báðar deildir skoðaðar, þannig að meðaltalshár einstaklingur í annari deild, sem og þeir sem spila á venslasaming eða hafa skipt um lið eiga jafna möguleika. Hjá báðum kynjum þarf einstaklingurinn hafi leikið a.m.k. 67% af leikjafjölda í efstu deild, eða 33 leiki hjá konum og 37 leiki hjá körlum til að eiga möguleika á að hljóta stig. Þeir sem ekki ná því eru ekki taldir með og næsti einstaklingur á listanum fær stigin.